Enski boltinn

Silva spilar líklega á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Silva í leik með Manchester City.
David Silva í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að David Silva muni líklega spila með Manchester City gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Silva missti af tapleiknum gegn Arsenal um helgina en gat æft með liðinu í dag. City hefur gefið eftir í toppbaráttu deildarinnar að undanförnu og er nú átta stigum á eftir toppliði City.

Netmiðillinn Goal.com fullyrðir að Silva verði í byrjunarliði City á morgun og að Edin Dzeko verði með Sergio Agüero í fremstu víglínu í leiknum.

Mario Balotelli mun taka út leikbann á morgun og reyndar óvíst hvort hann spili yfirleitt meira á tímabilinu. Carlos Tevez verður á bekknum en hann gæti fengið tækifæri í byrjunarliði City þegar liðið mætir Norwich um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×