Innlent

Viðskiptavinur yfirbugaði stúlku sem hugðist ræna verslun

Stúlka á tvítugsaldri, vopnuð barefli, gerði tilraun til ráns í verslun Samkaupa við Byggðaveg á Akureyri undir kvöld í gær. Með hótunum þvingaði hún afgreiðslukonu til að afhenda sér peninga og sló síðan til annarrar og veitti henni smávægilega áverka.

En þá skarst viðskiptavinur í búðinni í leikinn og yfirbugaði stúlkuna og hélt henni þar til lögregla kom á vettvang. Stúlkan var vistuð í fangageymslu í nótt, undir umsjón viðeigandi fagaðila og verður yfirheyrð í dag.

Að sögn lögreglu var viðskiptavinum í versluninni að vonum nokkið brugðið, en töldu sig þó ekki þurfa aðstoð vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×