FÍB gagnrýnir notkun metanóls í eldsneyti 13. apríl 2012 13:07 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Félag íslenskra bifreiðareiganda (FÍB) gagnrýnir notkun metanóls í bensín en í gær var metanólverksmiðjan CRI vígð á Reykjanesi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra FÍB, Runólfi Ólafssyni segir að Metanólið, eða tréspírinn, sé „háskalegt eiturefni en etanólið ekki. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort til standi að taka mjög vafasama lýðheilsufarslega áhættu hér á landi með því að hefja íblöndun tréspíra í bensín. FÍB vill eindregið mælast til þess að málið verði vandlega skoðað og ekki verði flanað að neinu í þessum efnum." Þannig greinir Runólfur frá því að FÍB hefur kallað eftir upplýsingum frá systurfélögum sínum í Evrópu um þessi mál. Svo segir orðrétt í tilkynningunni: „Í ljós hefur komið að íblöndunin er samkvæmt Evrópureglum og –stöðlum leyfileg allt að 3 prósentum. Hún er þó afar sjaldgæf nema að því leyti að hún virðist fyrirfinnast í mjög litlum mæli í tengslum við akstur keppnisbíla, einkum í A. Evrópu. Tréspíranum er þá blandað saman við bensínið til að auka brunahraða eldsneytisins (hækka oktantöluna) en brunahraðinn skiptir nokkru fyrir mjög hraðgengar vélar. Hin lögleyfða 3% blanda virðist hins vegar mjög sjaldgæf í almennri sölu til neytenda og bifreiðaeigendafélögin í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi fullyrða að slík blanda sé alls ekki á boðstólum í þeirra löndum. ACEA sem eru samtök evrópskra bifreiðaframleiðenda leggjast alfarið gegn 3% íblöndun tréspírans í bensín, hvað þá sterkari blöndu. Samtökin segja að tréspírinn sé mjög ætandi og hafi skemmandi áhrif á eldsneytiskerfi bíla." Hægt er að lesa tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan: Í gær var haldin vígsluhátíð nýrrar metanólverksmiðju CRI á Reykjanesi og var fulltrúum FÍB, hagsmunasamtaka íslenskra bifreiðaeigenda ekki boðið til hátíðarinnar. Engu að síður er tilgangur þessarar verksmiðju sá að framleiða tréspíra til þess að blanda saman við bensín og ætla mætti að samtök íslenskra bifreiðaeigenda hefðu eitthvað um það mál að segja. Í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins er talsvert ítarlega fjallað um þessa fyrirhuguðu íblöndun, kosti hennar og galla. Af hálfu forsvarsmanna verksmiðjunnar er því haldið á lofti að um sé að ræða afar umhverfisvænt verkefni. Það snúist um það að framleiða innlent eldsneyti á íslenska bílaflotann með því að taka koltvísýring úr borholum á Reykjanesi og síðarmeir víðar um land og blanda honum saman við vetni sem búið er til með rafmagni frá jarðhitarafstöð og fá út fljótandi eldsneyti – metanól - sem nýtist bæði óblandað á bíla eða sem íblöndunarefni saman við bensín. Flestir vita af því að víða tíðkast að blanda etanóli í bensín í allt að 85% hlutfalli og í hugum flestra er kannski ekki svo mikill munur á metanóli og etanóli. Svo er þó ekki. Það er reginmunur á þessu tvennnu: Etanól er sjálft vímuefnið í öllu áfengi og t.d. venjulegt vodka er þannig oftast nokkurnveginn 40-45% blanda etanóls og vatns. Metanólið, sem í daglegu tali kallast tréspíri, er á hinn bóginn stórvarasamt eiturefni sem veldur stórfelldum tauga- og líffæraskemmdum og dauða, sé þess neytt eða það kemst á annan hátt í líkama manna og dýra. Það er munur á metanóli og etanóli. Metanólið eða tréspírinn er háskalegt eiturefni en etanólið ekki. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort til standi að taka mjög vafasama lýðheilsufarslega áhættu hér á landi með því að hefja íblöndun tréspíra í bensín. FÍB vill eindregið mælast til þess að málið verði vandlega skoðað og ekki verði flanað að neinu í þessum efnum. FÍB hefur kallað eftir upplýsingum frá systurfélögum sínum í Evrópu um þessi mál. Í ljós hefur komið að íblöndunin er samkvæmt Evrópureglum og –stöðlum leyfileg allt að 3 prósentum. Hún er þó afar sjaldgæf nema að því leyti að hún virðist fyrirfinnast í mjög litlum mæli í tengslum við akstur keppnisbíla, einkum í A. Evrópu. Tréspíranum er þá blandað saman við bensínið til að auka brunahraða eldsneytisins (hækka oktantöluna) en brunahraðinn skiptir nokkru fyrir mjög hraðgengar vélar. Hin lögleyfða 3% blanda virðist hins vegar mjög sjaldgæf í almennri sölu til neytenda og bifreiðaeigendafélögin í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi fullyrða að slík blanda sé alls ekki á boðstólum í þeirra löndum. ACEA sem eru samtök evrópskra bifreiðaframleiðenda leggjast alfarið gegn 3% íblöndun tréspírans í bensín, hvað þá sterkari blöndu. Samtökin segja að tréspírinn sé mjög ætandi og hafi skemmandi áhrif á eldsneytiskerfi bíla. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðareiganda (FÍB) gagnrýnir notkun metanóls í bensín en í gær var metanólverksmiðjan CRI vígð á Reykjanesi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra FÍB, Runólfi Ólafssyni segir að Metanólið, eða tréspírinn, sé „háskalegt eiturefni en etanólið ekki. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort til standi að taka mjög vafasama lýðheilsufarslega áhættu hér á landi með því að hefja íblöndun tréspíra í bensín. FÍB vill eindregið mælast til þess að málið verði vandlega skoðað og ekki verði flanað að neinu í þessum efnum." Þannig greinir Runólfur frá því að FÍB hefur kallað eftir upplýsingum frá systurfélögum sínum í Evrópu um þessi mál. Svo segir orðrétt í tilkynningunni: „Í ljós hefur komið að íblöndunin er samkvæmt Evrópureglum og –stöðlum leyfileg allt að 3 prósentum. Hún er þó afar sjaldgæf nema að því leyti að hún virðist fyrirfinnast í mjög litlum mæli í tengslum við akstur keppnisbíla, einkum í A. Evrópu. Tréspíranum er þá blandað saman við bensínið til að auka brunahraða eldsneytisins (hækka oktantöluna) en brunahraðinn skiptir nokkru fyrir mjög hraðgengar vélar. Hin lögleyfða 3% blanda virðist hins vegar mjög sjaldgæf í almennri sölu til neytenda og bifreiðaeigendafélögin í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi fullyrða að slík blanda sé alls ekki á boðstólum í þeirra löndum. ACEA sem eru samtök evrópskra bifreiðaframleiðenda leggjast alfarið gegn 3% íblöndun tréspírans í bensín, hvað þá sterkari blöndu. Samtökin segja að tréspírinn sé mjög ætandi og hafi skemmandi áhrif á eldsneytiskerfi bíla." Hægt er að lesa tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan: Í gær var haldin vígsluhátíð nýrrar metanólverksmiðju CRI á Reykjanesi og var fulltrúum FÍB, hagsmunasamtaka íslenskra bifreiðaeigenda ekki boðið til hátíðarinnar. Engu að síður er tilgangur þessarar verksmiðju sá að framleiða tréspíra til þess að blanda saman við bensín og ætla mætti að samtök íslenskra bifreiðaeigenda hefðu eitthvað um það mál að segja. Í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins er talsvert ítarlega fjallað um þessa fyrirhuguðu íblöndun, kosti hennar og galla. Af hálfu forsvarsmanna verksmiðjunnar er því haldið á lofti að um sé að ræða afar umhverfisvænt verkefni. Það snúist um það að framleiða innlent eldsneyti á íslenska bílaflotann með því að taka koltvísýring úr borholum á Reykjanesi og síðarmeir víðar um land og blanda honum saman við vetni sem búið er til með rafmagni frá jarðhitarafstöð og fá út fljótandi eldsneyti – metanól - sem nýtist bæði óblandað á bíla eða sem íblöndunarefni saman við bensín. Flestir vita af því að víða tíðkast að blanda etanóli í bensín í allt að 85% hlutfalli og í hugum flestra er kannski ekki svo mikill munur á metanóli og etanóli. Svo er þó ekki. Það er reginmunur á þessu tvennnu: Etanól er sjálft vímuefnið í öllu áfengi og t.d. venjulegt vodka er þannig oftast nokkurnveginn 40-45% blanda etanóls og vatns. Metanólið, sem í daglegu tali kallast tréspíri, er á hinn bóginn stórvarasamt eiturefni sem veldur stórfelldum tauga- og líffæraskemmdum og dauða, sé þess neytt eða það kemst á annan hátt í líkama manna og dýra. Það er munur á metanóli og etanóli. Metanólið eða tréspírinn er háskalegt eiturefni en etanólið ekki. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort til standi að taka mjög vafasama lýðheilsufarslega áhættu hér á landi með því að hefja íblöndun tréspíra í bensín. FÍB vill eindregið mælast til þess að málið verði vandlega skoðað og ekki verði flanað að neinu í þessum efnum. FÍB hefur kallað eftir upplýsingum frá systurfélögum sínum í Evrópu um þessi mál. Í ljós hefur komið að íblöndunin er samkvæmt Evrópureglum og –stöðlum leyfileg allt að 3 prósentum. Hún er þó afar sjaldgæf nema að því leyti að hún virðist fyrirfinnast í mjög litlum mæli í tengslum við akstur keppnisbíla, einkum í A. Evrópu. Tréspíranum er þá blandað saman við bensínið til að auka brunahraða eldsneytisins (hækka oktantöluna) en brunahraðinn skiptir nokkru fyrir mjög hraðgengar vélar. Hin lögleyfða 3% blanda virðist hins vegar mjög sjaldgæf í almennri sölu til neytenda og bifreiðaeigendafélögin í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi fullyrða að slík blanda sé alls ekki á boðstólum í þeirra löndum. ACEA sem eru samtök evrópskra bifreiðaframleiðenda leggjast alfarið gegn 3% íblöndun tréspírans í bensín, hvað þá sterkari blöndu. Samtökin segja að tréspírinn sé mjög ætandi og hafi skemmandi áhrif á eldsneytiskerfi bíla.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira