Bætir ekki andrúmsloftið í viðræðunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2012 18:34 Steingrímur J. Sigfússon segir þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesave málinu pólitískt mál þar sem sambandið taki afstöðu gegn Íslandi. Honum þyki þetta fruntaleg framkoma sem sé ekki til þess fallin að bæta andrúmsloftið í aðildarviðræðunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það að taka þátt í málarekstri ESA gegn Íslandi vegna Icesave. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir þetta ekki koma sér á óvart. „Auðvitað er þetta líka pólitískt mál og Evrópusambandið gengur þarna formlega í lið og tekur afstöðu gegn Íslandi og það er auðvitað pólitískt mál sem að ég verð að segja að Evrópusambandið hefði vel mátt láta vera mín vegna. Mér finnst það býsna fruntalegt að láta sér ekki nægja þá að einstök aðildarríki, eins og kannski Bretar og Hollendingar, sem við bjuggum okkur alveg undir að myndu reyna að fara inn í málið að þeir geri það, en að Evrópusambandið sem blokk skuli stilla sér svona upp það finnst mér býsna svert pólitískt og það svona bætir ekki stemminguna svo vægt sé til orða tekið," segir Steingrímur. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið um makrílveiðar. Steingrímur segir að reyna muni á það á næstu vikum hvort að sú deila tefji fyrir því að sjávarútvegskaflinn opnist. „Ef það gerist þá verður það í viðbót mjög alvarlegur atburður og þá er komið einn eitt korn í mælinn." Steingrímur segir andrúmsloftið skipta miklu máli í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins. „Að menn séu að ræða saman í góðri trú og af velvild. Ef að ítrekað kemur til hluta af hálfu Evrópusambandsins sem að við hljótum að túlka sem ákveðna andstöðu þeirra þá hefur það áhrif á andrúmsloftið. Það hlýtur öllum að vera það ljóst. Það fækkar væntanlega í svona fáliðuðu vinabandalagi þeirra hér," segir hann að lokum. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesave málinu pólitískt mál þar sem sambandið taki afstöðu gegn Íslandi. Honum þyki þetta fruntaleg framkoma sem sé ekki til þess fallin að bæta andrúmsloftið í aðildarviðræðunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það að taka þátt í málarekstri ESA gegn Íslandi vegna Icesave. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir þetta ekki koma sér á óvart. „Auðvitað er þetta líka pólitískt mál og Evrópusambandið gengur þarna formlega í lið og tekur afstöðu gegn Íslandi og það er auðvitað pólitískt mál sem að ég verð að segja að Evrópusambandið hefði vel mátt láta vera mín vegna. Mér finnst það býsna fruntalegt að láta sér ekki nægja þá að einstök aðildarríki, eins og kannski Bretar og Hollendingar, sem við bjuggum okkur alveg undir að myndu reyna að fara inn í málið að þeir geri það, en að Evrópusambandið sem blokk skuli stilla sér svona upp það finnst mér býsna svert pólitískt og það svona bætir ekki stemminguna svo vægt sé til orða tekið," segir Steingrímur. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið um makrílveiðar. Steingrímur segir að reyna muni á það á næstu vikum hvort að sú deila tefji fyrir því að sjávarútvegskaflinn opnist. „Ef það gerist þá verður það í viðbót mjög alvarlegur atburður og þá er komið einn eitt korn í mælinn." Steingrímur segir andrúmsloftið skipta miklu máli í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins. „Að menn séu að ræða saman í góðri trú og af velvild. Ef að ítrekað kemur til hluta af hálfu Evrópusambandsins sem að við hljótum að túlka sem ákveðna andstöðu þeirra þá hefur það áhrif á andrúmsloftið. Það hlýtur öllum að vera það ljóst. Það fækkar væntanlega í svona fáliðuðu vinabandalagi þeirra hér," segir hann að lokum.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira