Enski boltinn

City tveimur stigum á eftir Untied | Tevez með þrennu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez hefur markað endurkomu sína í enska boltann á besta möglega máta en hann skoraði í dag þrennu í 6-1 sigri Manchester City á Norwich á útivelli í dag.

Þar með minnkaði City forystu Manchester United á toppi deildarinnar í tvö stig. United á þó leik gegn Aston Villa á morgun til góða.

Carlos Tevez, sem var í byrjunarliði Manchester City í fyrsta sinn síðan í september gegn West Brom á miðvikudagkvöldið var aftur í byrjunarliðinu í dag. Hann skoraði eitt marka City í 4-0 sigri liðsins á West Brom en í dag bætti hann um betur og skoraði þrennu.

Hann kom City á bragðið með glæsilegu skoti á sautjándu mínútu áður en hann lagði upp næsta mark liðsins fyrir landa sinn, Sergio Agüero, um tíu mínútum síðar.

Þannig var staðan í hálfleik en það fór nokkuð um stuðningsmenn City þegar að Andrew Surman náði að minnka muninn fyrir heimamenn í upphafi seinni hálfleiks. Hann skoraði með föstu skoti í vítateignum.

Norwich átti nokkrar ágætar sóknir eftir þetta en náði þó ekki að jafna leikinn. Tevez skoraði svo þriðja mark City með skalla átján mínútum fyrir leiksins áður en Agüero gerði endanlega út um leikinn með þrumufleyg tveimur mínútum síðar.

Tevez fullkomnaði svo þrennuna á 80. mínútu þegar hann færði sér varnarmistök í liði Norwich sér í nyt og skoraði auðvelt mark.

Varamaðurinn Andrew Johnson skoraði svo sjötta og síðasta mark sinna manna eftir glæsilega sókn. Leikmenn City splundruðu varnarleik Norwich með nokkrum frábærum sendingum og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Johnson.

City hefur því skorað tíu mörk í tveimur leikjum síðan að Tevez kom aftur inn í byrjunarliði og með þessu áframhaldi er ljóst að United má alls ekki við því að misstíga sig á lokaspretti tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×