Enski boltinn

Carragher: Markið 35 milljóna punda virði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll fagnar marki sínu í dag.
Andy Carroll fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Jamie Carragher og Steven Gerrard lofuðu báðir framherjann Andy Carroll eftir að sá síðastnefndi tryggði Liverpool 2-1 sigur á Everton og þar með sæti í úrslitaleik enska bikarsins.

„Hann hefur unnið sér sess í sögunni með þessu marki og mun enginn gleyma honum eftir þetta. Þetta mark er 35 milljóna punda virði hvað mig varðar. Þar að auki myndi ég ekki skipta á Luis Suarez fyrir neinn annan leikmann," sagði Carragher sem gerði sig reyndar sekan um slæm mistök í fyrri hálfleik sem varð til þess að Everton komst yfir í leiknum.

Gerrard sagði sína menn hafa komið sterkir til baka í seinni hálfleik. „Everton er gott lið með góðan knatspyrnustjóra. Þetta var mjög erfitt. En við vorum frábærir í seinni hálfleik og sýndum góða skapgerð. Sumir leikmenn sem hafa verið gagnrýndir að undanförnu svöruðu fyrir sig í dag. Við keyptum Andi Carroll til að skora mikilvæg mörk og hann skilaði því í dag."

Sjálfur var Carroll í skýjunum. „Þetta er besta tilfinning í heimi. Við lögðum mikið á okkur og það var frábært að skora þetta mark í lokin. Ég hefði sennilega átt að skora fyrr í leiknum en hélt bara áfram. Ég hef fengið minn skerf af gagnrýni en alltaf haldið bara áfram. Ég hef trú á mér á hverjum einasta degi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×