Fótbolti

Wilshere kominn í sumarfrí | Fer ekki á EM

John Terry spjallar við Wilshere eftir landsleik.
John Terry spjallar við Wilshere eftir landsleik.
Það er nú orðið ljóst að Jack Wilshere spilar ekki meira í vetur með Arsenal og þar af leiðandi mun hann ekki geta spilað með enska landsliðinu á EM í sumar.

Wilshere er búinn að vera meiddur á ökkla í allan vetur en vonir stóðu til þess að hann myndi ná lokaspretti mótsins.

"Mér er óglatt, ég er í rusli yfir þessu. Þetta tímabil hefur verið stórt próf fyrir minn andlega styrk og verður áfram þar til ég byrja að spila á ný," sagði Wilshere á Twitter.

"Ökklinn er í fínu lagi. Bara smá vesen en þar sem ég er búinn að vera lengi frá á ég ekki möguleika á því að fara á EM."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×