Fótbolti

Beckham í 80 manna hópi breska landsliðsins

Það er enn í myndinni að David Beckham spili fyrir fótboltalið Breta á Ólympíuleikunum í sumar. Beckham er í 80 manna hópi sem kemur til greina í liðið.

Þar eru einnig menn eins og Walesverjarnir Gareth Bale og Craig Bellamy.

Beckham verður 37 ára gamall í sumar en hefur sannað í Bandaríkjunum að hann er enn í toppformi.

Leikmenn liðsins þurfa að vera 23 ára eða yngri og aðeins er leyfilegt að tefla fram þremur leikmönnum eldri en 23 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×