Innlent

Björgunarsveitamenn komnir að manninum í Esjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Esjan.
Esjan.
Björgunarsveitarmenn eru komnir að manninum sem lenti í sjálfheldu í Esjunni í dag, en hann var staddur nálægt klifursvæði í Kistufelli. Björgunarsveitarmenn munu fylgja honum niður en áætlað er að niðurleiðin taki um eina og hálfa klukkustund.

Það var um fimmleytið í dag að björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um manninn. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna var kallað til leitar en viðkomandi gat ekki gefið upp nákvæma staðsetningu. Um 100 björgunarsveitarmenn fóru til leitar en aðstæður eru góðar og var viðkomandi í símasambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×