Fótbolti

Evrópudeildin: Sporting og Atletico standa vel að vígi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Falcao fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Falcao fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Fyrri leikjum undanúrslita Evrópudeildar UEFA er lokið en þeir fóru fram í kvöld. Þrjú spænsk lið eru í undanúrslitunum.

Atletico Madrid hafði betur gegn Valencia á heimavelli sínum, 4-2. Öruggur sigur Madrídinga en Ricardo Costa náði þó að minnka muninn fyrir Valencia í uppbótartíma sem gæti reynst dýrmætt þegar uppi verður staðið.

Portúgalska liðið Sporting Lissabon hafði betur gegn Athletic Bilbao á heimavelli, 2-1. Spánverjarnir komust reyndar yfir í leiknum en heimamenn skoruðu tvö mörk seint í leiknum.

Síðari leikirnir fara fram eftir viku en úrslitaleikurinn fer fram þann 9. maí í Búkarest í Rúmeníu.

Sporting - Athletic 2-1

0-1 Jon Aurtentxe (54.)

1-1 Emiliano Insúa (76.)

2-1 Diego Capel (80.)

Atletico Madrid - Valencia 4-2

1-0 Radamel Falcao (18.)

1-1 Jonas (48.)

2-1 Miranda (49.)

3-1 Adrían (54.)

4-1 Radamel Falcao (78.)

4-2 Ricardo Costa (94.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×