Enski boltinn

Ben Arfa með eitt af mörkum tímabilsins

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Ben Arfa fagnar marki sínu í dag
Ben Arfa fagnar marki sínu í dag
Hatem Ben Arfa, leikmaður Newcastle, hefur spilað frábærlega að undanförnu og skoraði hann eitt af mörkum tímabilsins, í sigri liðsins á Bolton, í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Ben Arfa hefur lengi verið talinn mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur átt í nokkrum vandræðum að framfylgja því orðspori í gegnum tíðina. Hann er nú loksins að sýna sitt rétta andlit og fór Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, fögrum orðum um hann eftir sigurinn í dag.

„Þetta var stórskostlegt mark hjá Ben Arfa í dag og þurftum við svo sannarlega á því að halda. Hann getur gert útslagið í jöfnum leikjum og er mikilvægt að hafa slíka leikmenn. Það eru ekki margir sem búa yfir sömu hæfileikum og hann gerir. Hann mun sennilega fá alla umfjöllunina eftir leik enda á hann það skilið. Hann skoraði frábært mark ásamt því að frammistaða hans og vinnuframlag var til fyrirmyndar," sagði Pardew eftir leik.

Það er hægt að sjá markið með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×