Enski boltinn

Newcastle áfram á sigurbraut | Stórsigur hjá Everton

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Newcastle og Everton unnu í dag góða heimasigra í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle vann 2-0 sigur á liði Bolton á meðan Everton gjörsigraði Sunderland, 4-0.

Newcastle er búið að vera á mikilli siglingu að undanförnu og er nú jafnt á stigum við Tottenham, en þessi lið eru í mikilli baráttu um laust sæti í meistaradeildinni að ári.

Hatem Ben Arfa kom sínum mönnum yfir á 73.mínútu, með stórglæsilegu marki. Það virðist ekkert lát ætla að verða á velgengni Papiss Cisse í liði Newcastle, en hann skoraði sitt tíunda mark í níunda leik sínum fyrir félagið og tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Everton hefur einnig verið á siglingu að undanförnu og héldu þeir upptæknum hætti með 4-0, stórsigri á Sunderland, á heimavelli sínum, Goodison Park.

Leikmenn Everton skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín en Magaye Gueye, Stefan Pienaar, Leon Osman og Victor Anichebe settu allir mark í leiknum.

Everton situr áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 47 stig. Gífurlega hörð fallbarátta bíður hinsvegar Bolton. Liðið er nú einungis einu stigi frá fallsæti og er því virkilega spennandi lokasprettur framundan hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×