Innlent

Annar snarpur skjálfti á suðvesturhorninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Græna stjarnan sýnir hvar skjálftinn varð klukkan hálfeitt.
Græna stjarnan sýnir hvar skjálftinn varð klukkan hálfeitt. mynd/ veðurstofan.
Snarpur skjálfti varð á suðvesturhorni landsins rétt um klukkan eitt í nótt. Hann reyndist vera 3,9 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælingum.

Áður hafði skjálfti mælst í nágrenni við Helgarfell um hálfeitt í nótt. Sjálfvirkar mælingar sýndu að sá skjálfti var 3,2 á Richter en þegar búið var að yfirfara mælinguna kom í ljós að hann var öllu stærri eða 3,7.

Þetta eru ekki einu skjálftarnir sem hafa mælst á landinu því að fyrr í kvöld mældust tveir skjálftar á Norðurlandi og var sá stærri 2,5 á Richter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×