Innlent

Tveir skjálftar á sömu mínútunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grænu stjörnurnar sýna stóru skjálftana fyrir norðan og við Helgarfell.
Grænu stjörnurnar sýna stóru skjálftana fyrir norðan og við Helgarfell. mynd/ veðurstofan.
Tveir snarpir skjálftar urðu á sömu mínútunni rétt við höfuðborgarsvæðið klukkan þrjár mínútur yfir eitt í nótt.

Minni skjálftinn var um 3,4 á Richterskvarða. Hann átt upptök sín um 6,6 kílómetrum vestnorðvestur af Litlu Kaffistofunni. Á sömu mínútu varð skjálfti upp á 3,9 á Richter um 1,1 kílómeter austan af Helgafelli við Hafnarfjörð. Raunar á eftir að yfirfæra mælingar á skjálftunum en fyrrgreindar tölur miða við sjálfvirkar mælingar Veðurstofunnar. Um hálftíma fyrr varð einnig skjálfti rétt við Helgarfell og var hann um 3,7 á Richter. Þessir skjálftar fundust allir vel á höfuborgarsvæðinu eins og fram hefur komið. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið við Helgafell eftir stóru skjálftana.

Það hefur verið víðar skjálftavirkni á landinu því að fyrr í kvöld mældust tveir snarpir skjálftar á Norðurlandi sem fundust meðal annars á Ólafsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×