Innlent

Jarðskjálftarnir skemmdu hús í Hafnarfirði

Einhverjar skemmdir hafa orðið á húsum í Vallarhverfi í Hafnarfirði í þeim jarðskjálftum sem riðið hafa yfir í nótt.

Tveir snarpir jarðskjálftar skóku höfuðborgarsvæðið upp úr miðnætti og fannst sá sterkari upp á Akranes, austur á Selfoss og suður á Reykjanes. Sá mældist 4,2 á Richter og varð upp úr klukkan eitt með upptök við Helgafell, í grennd við Hafnarfjörð.

Fyrri skjálftinn, sem var upp á 3,7 og varð hálftíma fyrr, átti líka upptök þar. Tikynningum frá almenningi ringdi yfir Veðurstofuna í nótt og voru jarðvísindamenn kallaðir á vakt. Síðan hafa orðið nokkrir mun vægari efirskjálftar, sá snarpasti 1,5 á Richter.

Jarðskjálftar eru fremur sjaldgæfir á þessum slóðum. Tilkynnt hefur verið um sprungur í veggjum húsa í Vallahverfi í Hafnarfirði og verða þær skemmdir kannaðar nánar í dag.

Um klukkan tíu í gærkvöldi varð líka snarpur skjálfti upp á 3,5 á Richter út af Gjögurtá í mynni Eyjafjarðar og fannst hann víða í byggð á Norðurlandi. Engin snarpur skjálfti hefur mælst þar síðan
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.