Skorar ekki enn á Liberty Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2012 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, reynir hér eitt af sjö skotum sínum í leiknum í gær en fjórir varnarmenn Newcastle eru til varnar. Nordic Photos / Getty Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur. Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur.
Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira