Skorar ekki enn á Liberty Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2012 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, reynir hér eitt af sjö skotum sínum í leiknum í gær en fjórir varnarmenn Newcastle eru til varnar. Nordic Photos / Getty Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur. Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur.
Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira