Fótbolti

Neil Lennon: Besti dagur ferilsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neil Lennon
Neil Lennon Mynd. Getty Images
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, sagði eftir að félagið hafði tryggt sér skoska titilinn að þetta væri besti dagur ferilsins.

Celtic vann Kilmarnock 6-0 á útivelli og hafa nú þegar tryggt sér titilinn en liðið hefur 21 stiga forskot á Rangers sem er í öðru sæti.

„Þetta er besti dagur míns ferils," sagði Lennon eftir leikinn í viðtali við ESPN.

„Það var komin tíma til. Við höfum verið langbesta liðið í deildinni í ár og endum þar sem við eigum heim."

„Ég hef verið í 12 ár hjá félaginu og fengið að kynnast öllu. Þetta hafðist loksins núna í dag og það er leikmönnunum og aðdáendum okkar að þakka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×