Innlent

Ákveðið að skipta um aðra aðalvélina í varðskipinu Þór

Rolls Royce verksmiðjurnar í Bergen í Noregi ákváðu um helgina að skipta um aðra aðalvélina í nýja varðskipinu Þór, þar sem ekki hefur tekist að koma í veg fyrir óeðlilegan titring í henni.

Vélin verður rifin í sundur og selflutt um lestarop úr skipinu og nýja vélin flutt í pörtum sömu leið um borð. Áætlað er að verkinu ljúki ekki fyrr en í byrjun apríl, en varðskipin Týr og Ægir munnu sinna verkefnum, sem Þór átti að sinna á þessum tíma.

Talið er að kostnaður við vélarskiptin nemi allt að einum milljarði króna, og fellur hann allur á framleiðandann, þar sem vélin er enn í ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×