Innlent

Ökumaður í tómu tjóni

Ökumaður, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði við eftirlit í gær, reyndist í meira lagi brotlegur.

Hann var undir áhrifum fíkniefna og búið var að klippa númerin af bílnum vegna vanrækslu á að færa hann til skoðunar. Bíllinn var auk þess ótryggður og ökumaðurinn réttindalaus, eftir að hafa áður misst réttindin vegna fíkniefnaaksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×