Innlent

Baldur fer á Litla-Hraun - en hann byrjar í Hegningarhúsinu

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.
Afplánun Baldurs Guðlaugssonar hefst í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg samkvæmt frétt sem birtist á vef Viðskiptablaðsins fyrr í kvöld. Þar segir að Baldur fari á Litla-Hraun eftir að hafa dvalið í Hegningarhúsinu en fer síðan mögulega þaðan á Kvíabryggju eða Sogn.

Fangelsismálastofnun gefur ekki upp hvernig mál einstakra einstaklinga eru afgreidd. Leiðin sem hér er lýst er hefðbundin leið einstaklings sem hefur verið dæmdur fyrir svipað mál og Baldur að því er greint er frá á vef Viðskiptablaðsins.

Það er algjörlega óljóst hvenær Baldur mun stíga inn fyrir þröskuldinn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg jafnvel þótt hann muni sjálfur óskar eftir því að fá að hefja afplánun tveggja ára dóms síns sem fyrst. Hægt er að lesa frétt Viðskiptablaðsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×