Innlent

Geir Jón vill verða annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ætlar að bjóða sig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi 17. mars.Þá verður jafnframt kosið í stjórnir málefnanefnda flokksins. Þetta er nýtt embætti í flokknum, og var ákvörðun um það tekin á síðasta landsfundi.Fleiri munu ætla að bjóða sig fram, en þeir hafa ekki greint frá því opinberlega, eins og Geir Jón gerði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.