Fundu sprengjumann á Facebook - ógnaði sérsveit með hníf 27. febrúar 2012 10:33 Sérsveitin að störfum. Myndin er úr safni. Rétt tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn um miðnætti á Suðurnesjum, en á heimili hans fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Sérsveit ríkislögreglustjórans yfirbugaði manninn eftir að hann ógnaði þeim með hníf. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um undarlegt háttalag mannsins á samskiptavefnum Facebook í gær. Þar mátti finna myndir af manninum, sem er 29 ára gamall, handleika skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndir af sprengju og sprengjuefni. Þá hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp. Lögreglan á Suðurnesjum ákvað í kjölfarið að handtaka manninn. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra fóru vopnaðir inn á heimilið mannsins, sem var þar einn. Þegar maðurinn varð var við sérsveitarmennina ógnaði hann þeim með hnífi. Sérsveitarmennirnir yfirbuguðu hann og yfirgáfu svo íbúðina, ásamt hinum grunaða, af ótta við sprengjuefni á heimilinu. Sprengjuefnið var svo fjarlægt, en þar fundust meðal annars púður, þræðir og blys. Og svo tilbúin rörasprengja. Í ljós kom að byssan, sem var 22. kalibera, og er í daglegu tali kölluð kindabyssa, var stolið árið 2006. Þá var hann með nokkurt magn eggvopna á heimilinu og tvær eftirlíkingar af skammbyssum. Maðurinn er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn ekki undir áhrifum fíkniefna né áfengis þegar hann var handtekinn. Ekki er ljóst hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Rétt tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn um miðnætti á Suðurnesjum, en á heimili hans fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Sérsveit ríkislögreglustjórans yfirbugaði manninn eftir að hann ógnaði þeim með hníf. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um undarlegt háttalag mannsins á samskiptavefnum Facebook í gær. Þar mátti finna myndir af manninum, sem er 29 ára gamall, handleika skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndir af sprengju og sprengjuefni. Þá hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp. Lögreglan á Suðurnesjum ákvað í kjölfarið að handtaka manninn. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra fóru vopnaðir inn á heimilið mannsins, sem var þar einn. Þegar maðurinn varð var við sérsveitarmennina ógnaði hann þeim með hnífi. Sérsveitarmennirnir yfirbuguðu hann og yfirgáfu svo íbúðina, ásamt hinum grunaða, af ótta við sprengjuefni á heimilinu. Sprengjuefnið var svo fjarlægt, en þar fundust meðal annars púður, þræðir og blys. Og svo tilbúin rörasprengja. Í ljós kom að byssan, sem var 22. kalibera, og er í daglegu tali kölluð kindabyssa, var stolið árið 2006. Þá var hann með nokkurt magn eggvopna á heimilinu og tvær eftirlíkingar af skammbyssum. Maðurinn er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn ekki undir áhrifum fíkniefna né áfengis þegar hann var handtekinn. Ekki er ljóst hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira