Fótbolti

Blanc gæti hætt með franska liðið fyrir EM

Laurent Blanc.
Laurent Blanc.
Þjálfaratíð Laurent Blanc með franska landsliðið gæti verið liðin eftir aðeins átján mánuði í starfi. Blanc tók við franska landsliðinu í mjög erfiðri stöðu þar sem leikmenn höfðu verið í stríði við þáverandi þjálfara liðsins.

Blanc hefur alltaf gert sér grein fyrir því að það yrði þolinmæðisverk að búa til sterkt lið á nýjan leik en hefur ekki fengið þann stuðning frá knattspyrnusambandinu sem hann var að vonast eftir.

Þjálfarinn er búinn að koma liðinu á EM í sumar en franska sambandið er ekki til í að framlengja samning hans þrátt fyrir það. Ef gengi Frakka verður dapurt á EM segja franskar miðlar það vera líklegt að Blanc fái ekki að halda áfram. Það er hann eðlilega ekki sáttur við.

Blanc vildi ganga frá langtímasamningi við franska sambandið fyrir EM svo hægt væri að horfa til framtíðar af alvöru. Hann er ekki að fara að fá þann samning.

Það er því kalt á milli Blanc og knattspyrnusambandsins og ef ástandið versnar gætu Frakkar lent í sömu stöðu og Englendingar að vera þjálfaralausir skömmu fyrir mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×