Öskubuskusigur Sambíu eftir vítaspyrnukeppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2012 22:39 Leikmenn Sambíu fagna sigrinum í kvöld. Nordic Photos / AFP Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum. Átján spyrnur þurfti til þess að ná fram úrslitum. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö spyrnum sínum en þá varði Mweene, markvörður Sambíu, spyrnu Kolo Toure. Sambíumenn gátu tryggt sér sigur en Kalaba skaut himinhátt yfir mark Fílabeinstrandarinnar. Næstur á punktinn var Gervinho, leikmaður Arsenal, sem hitti ekki markið. Hinn 22 ára Stophira Sunzu, leikmaður TP Mazembe í Kongó (einmitt), tryggði Sambíu ótrúlegan sigur á stjörnu prýddu liði Fílabeinsstrandarinnar. Til marks um styrk Fílabeinsstrandarinnar var Emmanuel Eboue, leikmaður Galatasaray, geymdur á bekknum. Úrslitaleikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigur. Besta færið fékk Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem skaut yfir úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Sigur Sambíu er bæði óvæntur en bindur einnig enda á ótrúlegt öskubuskuævintýri. Tæp nítján ár eru liðin síðan stærstur hluti landsliðs Sambíu lét lífið í flugslysi undan ströndum Gabon á vormánuðum 1993. Um gullaldarlið Sambíu var að ræða sem mikils var vænst af. Skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, Kalusha Bwalya, var ekki um borð í vélinni sökum skuldbindinga við félagslið sitt PSV Eindhoven. Mikil vinna hefur farið í að byggja upp nýtt landslið í Sambíu en Bwalya gegnir einmitt stöðu forseta knattspyrnusambandsins þar í landi. Það er sannarlega magnað að Sambía hafi farið alla leið í Afríkukeppninni og tryggt sér sigur einmitt í Gabon, nítján árum eftir flugslysið hörmulega. Fílabeinsströndin hefur ekki unnið sigur í keppninni síðan árið 1992 þegar liðið hafði betur eftir vítaspyrnukeppni gegn Gana. Liðið beið lægri hlut gegn Egyptum árið 2006 einnig eftir vítaspyrnukeppni. Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum. Átján spyrnur þurfti til þess að ná fram úrslitum. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö spyrnum sínum en þá varði Mweene, markvörður Sambíu, spyrnu Kolo Toure. Sambíumenn gátu tryggt sér sigur en Kalaba skaut himinhátt yfir mark Fílabeinstrandarinnar. Næstur á punktinn var Gervinho, leikmaður Arsenal, sem hitti ekki markið. Hinn 22 ára Stophira Sunzu, leikmaður TP Mazembe í Kongó (einmitt), tryggði Sambíu ótrúlegan sigur á stjörnu prýddu liði Fílabeinsstrandarinnar. Til marks um styrk Fílabeinsstrandarinnar var Emmanuel Eboue, leikmaður Galatasaray, geymdur á bekknum. Úrslitaleikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigur. Besta færið fékk Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem skaut yfir úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Sigur Sambíu er bæði óvæntur en bindur einnig enda á ótrúlegt öskubuskuævintýri. Tæp nítján ár eru liðin síðan stærstur hluti landsliðs Sambíu lét lífið í flugslysi undan ströndum Gabon á vormánuðum 1993. Um gullaldarlið Sambíu var að ræða sem mikils var vænst af. Skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, Kalusha Bwalya, var ekki um borð í vélinni sökum skuldbindinga við félagslið sitt PSV Eindhoven. Mikil vinna hefur farið í að byggja upp nýtt landslið í Sambíu en Bwalya gegnir einmitt stöðu forseta knattspyrnusambandsins þar í landi. Það er sannarlega magnað að Sambía hafi farið alla leið í Afríkukeppninni og tryggt sér sigur einmitt í Gabon, nítján árum eftir flugslysið hörmulega. Fílabeinsströndin hefur ekki unnið sigur í keppninni síðan árið 1992 þegar liðið hafði betur eftir vítaspyrnukeppni gegn Gana. Liðið beið lægri hlut gegn Egyptum árið 2006 einnig eftir vítaspyrnukeppni.
Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira