Innlent

Býst við reisupassanum í dag

Erla Hlynsdóttir skrifar
Snorri Óskarsson, kennari við Brekkuskóla, býst við að fá reisupassann í dag vegna ummæla hans um samkynhneigð. Engu að síður telur hann uppsögn á grundvelli trúarskoðana brjóta í bága við stjórnarskrána. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu eftir að hann ritaði bloggfærslu þar sem sagði að samkynhneigð væri synd og að laun hennar væru dauði. Snorri hefur verið kallaður á fund síðdegis í Ráðhúsinu á Akureyri. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvað honum verður kynnt á fundinum.

„Nei, ekki annað en að þetta er sagt vera niðurstaða í yfirstandandi áminningarferlis, og ég veit ekki hvað það verður, hvort ég verði aftur velkominn í skólann eða hvort mér verði vísað á dyr. það eru bara þeir tveir möguleikar, og að undangegngu því sem hefur verið þá býst ég frekari við að það verði frekar vísað á dyr," segir Snorri. Snorri hefur áður verið gagnrýndur, meðal annars fyrir að gera opinberar skoðanir sínar á samkynhneigð. „ Já, það er eitthvað öðruvísi núna. núna er kannski þolmörkunum náð," segir Snorri.

Hann telur skólanum þó alls ekki stætt á að segja sér upp. „Ef okkur er sagt upp vegna skoðana og vegna trúar, ég myndi halda að það væri stjórnarskrárbrot, og eru nokkur lög hafin yfir stjórnarskrána. ég hélt ekki," segir Snorri. Snorri reiknar með að taka trúnaðarmann síns stéttarfélags með á fundinn, en þar verða skólastjóri Brekkuskóla, fræðslustjóri bæjarins og bæjarlögmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×