Fótbolti

82 leikmenn settir í bann í Zimbabwe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sóknarmaðurinn Benjani, leikmaður Portsmouth, er líklega þekktasti knattspyrnumaður Zimbabwe.
Sóknarmaðurinn Benjani, leikmaður Portsmouth, er líklega þekktasti knattspyrnumaður Zimbabwe. Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Zimbabwe hefur ákveðið að setja 82 leikmenn í bann og meina þeim að spila með landsliðinu í óákveðinn tíma.

Nú stendur yfir gríðarmikil rannsókn á spillingarmáli í tengslum við leiki landsliðsins í Asíu árið 2008. Allir leikmennirnir 82 sem hafa verið nefndir til sögunnar vegna rannsóknnarinnar mega ekki spila með landsliðinu á ný fyrr en nafn þeirra hefur verið hreinsað af yfirvöldum.

Forsaga málsins er sú að árið 2008 spilaði landsliðið leiki gegn Tælandi og Sýrlandi. Henrietta Rushwaya, fyrrverandi stjórnarformaður knattspyrnusambands Zimbabwe, skipulagði leikina og fór óhefðbundnar leiðir til þess. Í raun virðist eini tilgangurinn með leikjunum hafa verið sá að hagræða úrslitunum til að hagnast á veðmálastarfssemi.

Fullyrt hefur verið að þeir leikmenn sem tóku þátt í leikjunum hafi eingöngu verið að spila fyrir peninga og hafi verið alveg sama um úrslit leikjanna - hvort að þeirra lið hefði tapað eða unnið sína leiki.

Margir af núverandi landsliðsmönnum Zimbabwe eru í þessum hópi en talið er að rannsókn málsins muni taka einhverja mánuði enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×