Fótbolti

Þrír landsliðsmenn Egypta hættir í fótbolta eftir óeirðirnar í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá Egyptalandi í dag.
Frá Egyptalandi í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Landsliðsmennirnir Mohamed Aboutrika, Emad Moteab og Mohamed Barakat, sem allir leika með Al-Ahly, hafa ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa orðið vitni af átökum stuðningsmanna Al-Ahly og Al-Masry í gærkvöldi. Þau kostuðu 74 manns lífið og yfir þúsund manns særðust.

Miðjumaðurinn Mohamed Barakat útilokaði ekki að taka skóna af hillunni einn daginn en sagði í viðtali við sjónvarpsstöð að hann myndi ekki spila aftur fyrr en að það væri tryggt að svona gæti ekki komið fyrir aftur.

Aboutrika og Barakat voru báðir í byrjunarliði Al-Ahly en Moteab kom inn á sem varamaður. Portúgalski þjálfarinn Manuel Jose hefur einnig óskað eftir starfslokum hjá félaginu og vill fara heim til Portúgals.

Það er búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Egyptalandi vegna óeirðanna sem brutust út eftir fótboltaleikinn sem fram fór í Miðjarðarhafsborginni Port Said í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×