Fótbolti

Ginola slasaðist alvarlega á skíðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frakkinn David Ginola er nú að jafna sig eftir að hafa slasast nokkuð alvarlega á skíðum í vikunni. Hann lék á sínum tíma með Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Ginola braut fimm rifbeint og hlaut einnig meiðsli á hálsi og viðbeini. Hann þurfti að bíða í 90 mínútur í köldun snjónum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Hann hefur nú verið útskrifaður en vinur hans sagði í samtali við fréttavef BBC að hann væri þjáður. „Hann man ekki eftir því sem gerðist. Þetta gerðist skömmu fyrir lokunartíma og byrjað að rökkva. Það var lélegt skyggni og hann fékk slæma byltu."

„Hann er afar fær skíðamaður og því hefur eitthvað mikið farið úrskeðis," bætti hann við. Talið er að Ginola muni ná fullum bata engu að síður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×