Innlent

Olíufélagið N1 hækkar einnig verð á bensíni og dísilolíu

Olíufélagið N1 fór í gærkvöldi að fordæmi Olís og Skeljungs og hækkaði verð á bensíni og dísilolíu.

Bensínverð hjá þessum félögum losan nú 240 krónur á lítrann og dísilolían er komin yfir 250 krónur. Bensínlítrinn hefur því hækkað um um það bil 17 krónur frá því rétt fyrir áramót, eða á innan við hálfum mánuði.

Ómönnuðu stöðvarnar höfðu ekki hækkað verð hjá sér í gærkvöldi, en í ljósi reynslunnar má fastlega búast við hækkun hjá þeim líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×