Innlent

Vara sérstaklega við aðstæðum í Kollafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstæður í Kollafirði eru ekki upp á marga fiska núna.
Aðstæður í Kollafirði eru ekki upp á marga fiska núna. mynd/ gva.
Umferðarstofa varar sérstaklega við því að brimið getur gengið yfir veginn í botni Kollafjarðar vegna hvassviðrisins og á köflum sé mjög erfitt að greina aðstæður vegna slæms skyggnis þar. Það geti verið óþægilegt fyrir ökumenn þegar þeir aka skyndilega ofan í vatnið á veginum. Ef ekki sé ekið varlega og á litlum hraða geta hjólin flotið með þeim afleiðingum að menn missa stjórn á bílnum.

Það er mjög slæm færð og veður víðast hvar á landinu og vill Umferðarstofa hvetja ökumenn til að fara sér hægt og leggja ekki upp í för nema á vel útbúnum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×