Innlent

Grænlenska ofsaveðrið mun ekki valda usla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnið við mokstur á Arnarhóli.
Unnið við mokstur á Arnarhóli. mynd/ stefán.
Búist er við því að óveðrið sem við höfum orðið vör við í dag verði gengið yfir að mestu um hádegið á morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að það verði meira og minna sama veður eitthvað fram á kvöld og svo fari heldur að draga úr því. Það verði svo ekki fyrr en í nótt að það lægi, en þá muni lægja hratt víðast hvar á landinu. Um hádegi á morgun verði svo komið gott veður víðast hvar á landinu, ef norðaustanvert landið er undanskilið.

Íslendingar munu varla þurfa að hafa áhyggjur af því að grænlenska ofsaveðrið, svokallað Piterakveður, muni valda meira óveðri á Íslandi en nú þegar er orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×