Mörður hvetur Steinþór til að segja upp 12. janúar 2012 11:38 Mörður Árnason, alþingismaður. Mörður Árnason alþingismaður hvetur Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans til að segja upp störfum. Tilefnið er umsögn bankaráðs Landsbankans við frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að bankaráðið úrskurði um laun Landsbankastjóra en ekki kjararáð. Þetta er í samræmi við skoðun Steinþórs sem hann lét ljósa í Klinkinu á Vísi á dögunum en þar sagði Steinþór að laun sín væru ekki samkeppnishæf. Laun Steinþórs eru um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna, Arion og Íslandsbanka. „Einn helsti vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er sá að mati bankastjóra og bankaráðs Landsbankans að þar fær yfirmaðurinn ekki nógu há laun. Hann er ekki með nema milljón plús á mánuði - ekki einusinni jafnt og forsætisráðherrann," skrifar Mörður á blogg sitt. „Margir væru til í að skipta á áhyggjumálum við Steinþór Pálsson - en við verðum auðvitað að skilja hvað þetta hlýtur að vera erfitt fyrir menn einsog hann: Að vera alltaf litli kallinn þegar bankastjórarnir hittast, að tala við erlenda kollega með tíu sinnum hærri laun, að geta bara keyrt slyddujeppa þegar hinir strákarnir í klúbbnum mæta í tennistímana á almennilegum fjallatrukkum," bætir Mörður við. Hann segir þó að Steinþór eigi augljósan kost í stöðunni: „Að segja upp hjá Landsbankanum og ráða sig á almennilegum launum hjá einkabransanum - til dæmis einhverjum af fjölmörgum gæðafyrirtækjum í eigu bankakerfisins." Mörður bætir því við að á meðan Landsbankinn sé í eigu ríkisins eigi að reka hann á öðrum forsendum en einkabanka. „Meðal þeirra forsendna er sú að launamálum sé hagað með siðrænum hætti og í samræmi við launastefnu innan opinbera geirans." „Kannski merkir það að allra mestu snillingarnir fara annað að leita sér að vinnu. En opinber fyrirtæki þurfa þá að hafa aðra kosti - og það hélt ég Landsbankinn í núverandi stöðu hefði svo sannarlega í umróti breytinga og umsköpun fjármálakerfisins og atvinnulífs.“ Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður hvetur Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans til að segja upp störfum. Tilefnið er umsögn bankaráðs Landsbankans við frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að bankaráðið úrskurði um laun Landsbankastjóra en ekki kjararáð. Þetta er í samræmi við skoðun Steinþórs sem hann lét ljósa í Klinkinu á Vísi á dögunum en þar sagði Steinþór að laun sín væru ekki samkeppnishæf. Laun Steinþórs eru um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna, Arion og Íslandsbanka. „Einn helsti vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er sá að mati bankastjóra og bankaráðs Landsbankans að þar fær yfirmaðurinn ekki nógu há laun. Hann er ekki með nema milljón plús á mánuði - ekki einusinni jafnt og forsætisráðherrann," skrifar Mörður á blogg sitt. „Margir væru til í að skipta á áhyggjumálum við Steinþór Pálsson - en við verðum auðvitað að skilja hvað þetta hlýtur að vera erfitt fyrir menn einsog hann: Að vera alltaf litli kallinn þegar bankastjórarnir hittast, að tala við erlenda kollega með tíu sinnum hærri laun, að geta bara keyrt slyddujeppa þegar hinir strákarnir í klúbbnum mæta í tennistímana á almennilegum fjallatrukkum," bætir Mörður við. Hann segir þó að Steinþór eigi augljósan kost í stöðunni: „Að segja upp hjá Landsbankanum og ráða sig á almennilegum launum hjá einkabransanum - til dæmis einhverjum af fjölmörgum gæðafyrirtækjum í eigu bankakerfisins." Mörður bætir því við að á meðan Landsbankinn sé í eigu ríkisins eigi að reka hann á öðrum forsendum en einkabanka. „Meðal þeirra forsendna er sú að launamálum sé hagað með siðrænum hætti og í samræmi við launastefnu innan opinbera geirans." „Kannski merkir það að allra mestu snillingarnir fara annað að leita sér að vinnu. En opinber fyrirtæki þurfa þá að hafa aðra kosti - og það hélt ég Landsbankinn í núverandi stöðu hefði svo sannarlega í umróti breytinga og umsköpun fjármálakerfisins og atvinnulífs.“
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira