Innlent

Á annað hundrað konur sauma Mæðrablómið 2012

Hluti kvenna sem eru mættar niður í Ráðhús Reykjavíkur.
Hluti kvenna sem eru mættar niður í Ráðhús Reykjavíkur.
Á annað hundrað konur eru nú staddar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þær sauma og sníða Mæðrablómið 2012. Blómið, sem er hannað af Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði, er til styrktar menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur.

„Konur hafa greinilega brugðist svona rosalega vel við kallinu," sagði Elín Hirst sem var orðlaus yfir stuðningnum í samtali við Vísi.

Konur tóku strax að flykkjast niður í ráðhús klukkan fimm í dag en til stendur að sauma blómin til klukkan níu í kvöld. Stefnt er á að sauma þúsund blóm, með slíkan fjölda sér til aðstoðar, ætti það ekki að taka langan tíma fyrir velunnara Mæðrastyrksnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×