Deilan um Kerið: Ágætur gjörningur sem vakti athygli á vandamálinu 24. apríl 2012 21:00 „Það vantar heildstæða stefnu í þessum málum," segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, Allra handa, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar var hann spurður út í sjónarmið Óskars Magnússonar og annarra eiganda að Kerinu sem hafa bannað stærri rútufyrirtækjum að koma með hóp af ferðamönnum að skoða Kerið, þar sem ágangur er mikill og fyrirtækin greiða ekki fyrir aðganginn. Eins og greint hefur verið frá, þá var forsætisráðherra Kína og fylgdarliði, ásamt ráðherrum frá Íslandi, bannað að koma að skoða Kerið um helgina og þótti ákvörðunin umdeild. Sigurdór er þó ekkert sérstaklega ósáttur við ákvörðunina þar sem hún hefur vakið athygli á þessu umdeilda máli. „Að því leytinu til var þetta ágætur gjörningur," segir Sigurdór sem þykir í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að rukka farþega fyrir að skoða staði eins og Kerið. Hann segir það þó nauðsynlegt að það sama gangi yfir alla, þannig ætti slík gjaldtaka ekki að einskorðast við fyrirtæki að hans mati, heldur alla. Einstaklingum er enn frjálst að skoða Kerið án þess að greiða fyrir það og segir Sigurdór að þarna þurfi að móta heildræna stefnu. „Við erum ekki samkeppnisfærir ef sumum fyrirtækjum er gert að greiða gjald en minni fyrirtækjum ekki," bendir Sigurdór á. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
„Það vantar heildstæða stefnu í þessum málum," segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, Allra handa, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar var hann spurður út í sjónarmið Óskars Magnússonar og annarra eiganda að Kerinu sem hafa bannað stærri rútufyrirtækjum að koma með hóp af ferðamönnum að skoða Kerið, þar sem ágangur er mikill og fyrirtækin greiða ekki fyrir aðganginn. Eins og greint hefur verið frá, þá var forsætisráðherra Kína og fylgdarliði, ásamt ráðherrum frá Íslandi, bannað að koma að skoða Kerið um helgina og þótti ákvörðunin umdeild. Sigurdór er þó ekkert sérstaklega ósáttur við ákvörðunina þar sem hún hefur vakið athygli á þessu umdeilda máli. „Að því leytinu til var þetta ágætur gjörningur," segir Sigurdór sem þykir í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að rukka farþega fyrir að skoða staði eins og Kerið. Hann segir það þó nauðsynlegt að það sama gangi yfir alla, þannig ætti slík gjaldtaka ekki að einskorðast við fyrirtæki að hans mati, heldur alla. Einstaklingum er enn frjálst að skoða Kerið án þess að greiða fyrir það og segir Sigurdór að þarna þurfi að móta heildræna stefnu. „Við erum ekki samkeppnisfærir ef sumum fyrirtækjum er gert að greiða gjald en minni fyrirtækjum ekki," bendir Sigurdór á. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira