Með dúfu úr Hogwarts á heimsmeistaramóti 4. júlí 2012 14:00 Einar töframaður sýnir leikni sína á sviði töfrabragða með því að láta dreng svífa í loftinu en fyrst dáleiðir hann drenginn. Fréttablaðið/Stefán Töframenn á borð við David Copperfield og Darren Brown verða á meðal gesta á heimsmeistaramóti töframanna sem Einar Mikael tekur þátt í á næstunni. „Ég mun láta gegnheilt mahóníborð svífa í lausu lofti með töfradúfu frá Hogwarts sitjandi á því allan tímann," segir Einar Mikael Sverrisson töframaður sem keppir fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramóti töframanna í Blackpool í Englandi. Þar mun hann sýna ofangreint töfrabragð og keppa við um 150 töframenn. Einar segir aðeins útvalda fá þátttökurétt á mótinu. „Þér þarf að vera boðið inn á þetta og verður að sýna atriði sem hefur ekki sést áður. Jafnframt þarftu að vera virkur töframaður í samfélaginu og að hafa tekið þátt í góðgerðarsýningum því þeir vilja að heimsmeistarinn sé góð fyrirmynd." Samkvæmt Einari koma allir bestu töframenn heims saman á mótinu til þess að láta plata sig. „David Copperfield og Darren Brown mæta pottþétt. Þeir eru stórstjörnurnar í þessu og koma til að upplifa eitthvað magnað aftur," segir hann og bætir við að þekktir töframenn kaupi oft áhugaverð atriði og að stórar umboðsskrifstofur séu á höttunum eftir einhverju óvenjulegu. Einar frumsýndi keppnisatriðið fyrir ári og hefur verið að betrumbæta það síðan. „Ég hef verið að bæta inn í það ýmsu eins og töfradúfunni. Það hefur alveg tekið ár að þjálfa hana," segir hann en fuglinn, sem heitir Prins, valdi hann fyrir meistaranám sitt í töfrafræðum við Hogwarts School of Witchcraft and Wizardy. Hann lýkur náminu í fjarnámi í sumar en áður hefur hann lokið grunnnámi þaðan. „Ég er að sérhæfa mig í dúfutöfrabrögðum og sjónhverfingum," segir hann og svarar ákveðinn að skólinn sé til í alvörunni. „Það bar ekki mikið á skólanum fyrr en myndirnar með Harry Potter komu út en þetta er leynisamfélag eins og allt tengt töfrabrögðum," segir Einar en margir kannast aðeins við skólann af sögusviði Harry Potter bókanna. Mótið stendur yfir dagana 9. til 14. júlí og er haldið af alþjóðlegum samtökum töframanna eða FISM, sem stendur fyrir The Fédération Internationale des Sociétés Magiques, á þriggja ára fresti. Töfrabrögð Einars má sjá á tofrabrogd.is. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Töframenn á borð við David Copperfield og Darren Brown verða á meðal gesta á heimsmeistaramóti töframanna sem Einar Mikael tekur þátt í á næstunni. „Ég mun láta gegnheilt mahóníborð svífa í lausu lofti með töfradúfu frá Hogwarts sitjandi á því allan tímann," segir Einar Mikael Sverrisson töframaður sem keppir fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramóti töframanna í Blackpool í Englandi. Þar mun hann sýna ofangreint töfrabragð og keppa við um 150 töframenn. Einar segir aðeins útvalda fá þátttökurétt á mótinu. „Þér þarf að vera boðið inn á þetta og verður að sýna atriði sem hefur ekki sést áður. Jafnframt þarftu að vera virkur töframaður í samfélaginu og að hafa tekið þátt í góðgerðarsýningum því þeir vilja að heimsmeistarinn sé góð fyrirmynd." Samkvæmt Einari koma allir bestu töframenn heims saman á mótinu til þess að láta plata sig. „David Copperfield og Darren Brown mæta pottþétt. Þeir eru stórstjörnurnar í þessu og koma til að upplifa eitthvað magnað aftur," segir hann og bætir við að þekktir töframenn kaupi oft áhugaverð atriði og að stórar umboðsskrifstofur séu á höttunum eftir einhverju óvenjulegu. Einar frumsýndi keppnisatriðið fyrir ári og hefur verið að betrumbæta það síðan. „Ég hef verið að bæta inn í það ýmsu eins og töfradúfunni. Það hefur alveg tekið ár að þjálfa hana," segir hann en fuglinn, sem heitir Prins, valdi hann fyrir meistaranám sitt í töfrafræðum við Hogwarts School of Witchcraft and Wizardy. Hann lýkur náminu í fjarnámi í sumar en áður hefur hann lokið grunnnámi þaðan. „Ég er að sérhæfa mig í dúfutöfrabrögðum og sjónhverfingum," segir hann og svarar ákveðinn að skólinn sé til í alvörunni. „Það bar ekki mikið á skólanum fyrr en myndirnar með Harry Potter komu út en þetta er leynisamfélag eins og allt tengt töfrabrögðum," segir Einar en margir kannast aðeins við skólann af sögusviði Harry Potter bókanna. Mótið stendur yfir dagana 9. til 14. júlí og er haldið af alþjóðlegum samtökum töframanna eða FISM, sem stendur fyrir The Fédération Internationale des Sociétés Magiques, á þriggja ára fresti. Töfrabrögð Einars má sjá á tofrabrogd.is. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning