Fótbolti

Ajax með sex stiga forskot | Kolbeinn kom inná í sigurleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Derek Boerrigter skoraði tvö fyrir Ajax í dag.
Derek Boerrigter skoraði tvö fyrir Ajax í dag. Nordic Photos / Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna góðan sigur Ajax á De Graafschap 3-1.

Derek Boerrigter skoraði tvö mörk fyrir Ajax í leiknum en Christian Eriksen setti einnig eitt í netið. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum en náði ekki að setja mark sitt á hann.

Ajax hefur því náð sex stiga forskoti á AZ Alkmaar og Feyenoord en liðið er með 64 stig í efsta sæti deildarinnar.

Úrslit dagsins:

FC Groningen - Roda Kerkrade  0-1

Ajax Amsterdam - De Graafschap 3-1

FC Utrecht - VVV Venlo 4-2

Vitesse Arnhem - Den Haag 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×