Innlent

Skorið verulega niður hjá sérstökum saksóknara

Áætlað er að lækka framlög ríkisins til sérstaks saksóknara um 516,3 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisins sem var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir því að veltan dragist saman eftir því sem rannsóknum embættisins vindur áfram. Þá er áætlað að skorið verði ennfrekar niður, eða um þrjú hundruð milljónir króna, árið 2014.

Hinsvegar er gert ráð fyrir því að ríkissaksóknari hækki úr 150,3 milljónum frá árinu 2012 upp í 159,5 milljónir árið 2013. Framlögin hækka því um 9,2 milljónir króna verði frumvarpið samþykkt.

Fjárlögin gera einnig ráð fyrir því að framlög til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hækki um rúmlega 121 milljón. Lögreglan á Suðurnesjum fær einnig hærri framlög auk Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×