Lífið

Fóru saman á stefnumót

John Mayer og Katy Perry hafa farið á nokkur stefnumót í Hollywood.
John Mayer og Katy Perry hafa farið á nokkur stefnumót í Hollywood. nordicphotos/getty
Söngkonan Katy Perry og söngvarinn John Mayer sáust saman í annað sinn á fimmtudagskvöldið. Parið sást fyrst haldast í hendur á veitingastaðnum Soho House í Hollywood í lok júlí.

Mayer og Perry áttu sitt annað stefnumót á veitingastaðnum Pace í Los Angeles og héldu þaðan til Chateau Marmont-hótelsins þar sem þau sátu fram eftir kvöldi. Síðustu fréttir af ástamálum Perry voru þær að hún átti í sambandi við Robert Ackroyd, gítarleikara hljómsveitarinnar Florence and the Machine. Mayer virðist þó almennt nokkuð hrifinn af söngkonum því hann átti áður í sambandi við Taylor Swift og Jessicu Simpson auk þess sem hann var lengi með leikkonunni Jennifer Aniston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.