Suður-Afríski spretthlauparinn, Oscar Pistorius, skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann varð fyrsti maðurinn sem keppir í spretthlaupi á Ólympíuleikum þrátt fyrir að hafa misst báða fæturna.
Pistorius sem missti fæturna á barnsaldri lenti í öðru sæti í undanriðli sínum í 400m spretthlaupi og komst áfram í undanúrslitin sem verða haldin annað kvöld.
„Ég veit ekki hvort að ég eigi að gráta eða vera ánægður. Þetta var tilfinningarússíbani. Mig langar til þess að þakka öllum sem hafa stutt mig í gegnum tíðina. Þetta var ótrúleg upplifun," sagði Pistorius.
Pistorius mun einnig hlaupa í 4x 400 metra boðhlaupi fyrir þjóð sína á leikunum.
Pistorius í sögubækurnar á ÓL

Mest lesið


Þessir þurfa að heilla Amorim
Enski boltinn


„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“
Íslenski boltinn


Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson
Enski boltinn


Ísland mátti þola stórt tap
Körfubolti

Stórt tap á Ítalíu
Körfubolti
