Enski boltinn

Gerrard og frú eiga von á barni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard-hjónin eru hæstánægð með væntanlega erfingja.
Gerrard-hjónin eru hæstánægð með væntanlega erfingja.
Alex Gerrard, eiginkona Steven Gerrard, hefur staðfest að þau hjónin eigi von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau tvær stelpur sem eru sjö og fimm ára.

Alex segist hafa uppgötvað að hún væri ólétt er einkaþjálfarinn hennar benti henni á að brjóstin væru orðin stærri en venjulega.

"Guð minn almáttugur. Brjóstin á þér eru risastór í dag," sagði einkaþjálfarinn við hana að hennar sögn.

"Þetta var ekki planað hjá okkur en við erum mjög hamingjusöm með þessa niðurstöðu. Við ætlum ekki að komast að því hvort þetta sé strákur eða stelpa."


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.