Arsenal og Boca Juniors gerðu 2-2 jafntefli í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum síðdegis í dag. Arsenal komst í 2-0 en argentínska liðið jafnaði leikinn. Í fyrri leik dagsins vann New York Red Bulls óvæntan 1-0 sigur á Paris Saint Germain.
Arsene Wenger stillti upp nokkuð sterku liði gegn Boca Juniors á Emirates í dag. Fyrirliðinn Robin Van Persie kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning Gervinho og Jack Wilshere. Staðan í hálfleik 1-0. Aaron Ramsey kom inn á í lið Arsenal í hálfleik og kom liðinu í 2-0 eftir 43 sekúndur í hálfleiknum.
Boca neituðu að gefast upp og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik. Fyrst sendi Riquelme boltann á Viatri sem kláraði færið upp í nær hornið. Skömmu síðar var Riquelme aftur á ferðinni. Sendi knöttinn inn fyrir vörnina á varamanninn Mouche sem jafnaði metin.
Lokatölurnar 2-2 sem þýðir að bæði lið fá þrjú stig úr leiknum. Eitt fyrir jafntefli og tvö stig fyrir að skora tvö mörk.
Í hinni viðureign dagsins mætti New York Red Bulls liði Paris Saint Germain. Bandaríska liðið vann óvæntan 1-0 sigur með marki Eistans Joel Lindpere í fyrri hálfleik. Franska liðið olli vonbrigðum en félagið hefur farið mikinn á leikmannamarkaðinu undanfarnar vikur.
Red Bulls eru efstir í riðlinum með fjögur stig. Þrjú fyrir sigur og eitt fyrir markið sitt.
Á morgun fara seinni leikir keppninnar fram. Boca Juniors mætir Paris Saint Germain og Arsenal mætir New York Red Bulls. Reiknað er með því að Thierry Henry byrji leikinn með Red Bulls en markahæsti leikmaður MLS-deildarinnar kom ekkert við sögu í leiknum í dag.
Arsenal missti niður tveggja marka forskot
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti
