Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 11:24 Rafael Nadal lék meiddur í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl. Erlendar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl.
Erlendar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira