Einvígi krónprinsins og kóngsins í jólabókaflóðinu 11. október 2011 08:00 Óttar M. Norðfjörð og Arnaldur Indriðason gefa báðir út bækur fyrir jól um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís. „Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
„Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira