Enski boltinn

Brown reifst við Ferguson og líklega á förum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown í leik gegn Rangers.
Brown í leik gegn Rangers.
Það virðist flest benda til þess að varnarmaðurinn Wes Brown sé á förum frá Man. Utd. Hann lenti í heiftarlegu rifrildi við Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, og slíkt lifa fáir leikmenn af.

Hinn 31 árs gamli Brown hefur spilað allan sinn feril með Man. Utd og vildi fá nýjan langan samning við félagið.

Engu að síður hefur framtíð hans verið í umræðunni síðustu vikur.

Brown taldi sig eiga skilið samning við félagið sem myndi gera honum kleift að klára ferilinn á Old Trafford.

Rifrildið við Ferguson gæti þó breytt miklu þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×