Innlent

Ólafur Ragnar: Óvíst hvort hann bjóði sig aftur fram

Forsetinn er ekki viss hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram. Hann er þakklátur fyri hvern dag.
Forsetinn er ekki viss hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram. Hann er þakklátur fyri hvern dag.

„Þú getur haft allskonar áform, en svo færðu símtal um veikindi einn daginn, eins og með Guðrúnu [Katrínu Þorbergsdóttur. d. 12.október 1998], og þá breytist allt," svaraði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta.

Ólafur Ragnar sagðist í raun ekki hafa velt því fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hann sagði að þó forsetaembættið fæli í sér mikil tækifæri væru þar líka fórnir, ekki bara fyrir viðkomandi einstakling, heldur alla fjölskylduna.

Forsetinn sagðist einfaldlega þakklátur fyrir hvern dag.


Tengdar fréttir

Gunnar Smári: Svandís á að segja af sér

„Ráðherra sem misbeitir sínu valdi með þessum hætti á að segja af sér. Ráðherra verður að fara að lögum,“ sagði fréttamaðurinn Gunnar Smári Egilsson, í Silfri Egils þar sem rökrætt var um niðurstöðu Hæstaréttar Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudaginn að Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefði ekki verið heimilt að synja staðfestingu skipulags Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu

„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×