„Þú getur haft allskonar áform, en svo færðu símtal um veikindi einn daginn, eins og með Guðrúnu [Katrínu Þorbergsdóttur. d. 12.október 1998], og þá breytist allt," svaraði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta.
Ólafur Ragnar sagðist í raun ekki hafa velt því fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hann sagði að þó forsetaembættið fæli í sér mikil tækifæri væru þar líka fórnir, ekki bara fyrir viðkomandi einstakling, heldur alla fjölskylduna.
Forsetinn sagðist einfaldlega þakklátur fyrir hvern dag.