Fótbolti

Veigar Páll skoraði tvívegis í 3-2 tapleik Stabæk

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en það dugði ekki til í 3-2 tapleik liðsins gegn Molde á útivelli
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en það dugði ekki til í 3-2 tapleik liðsins gegn Molde á útivelli Mynd/Anton
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en það dugði ekki til í 3-2 tapleik liðsins gegn Molde á útivelli. Þetta eru fyrstu mörk Veigars á tímabilinu en Stabæk er með 6 stig eftir fimm leiki og er um miðja deild í áttunda sæti.

Molde komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Veigar minnkaði muninn á 70. Mínútu en aðeins einni mínútu síðar skoruðu heimamenn þriðja markið. Veigar bætti við marki á 75. Mínútu og þar við sat. Bjarni Ólafur Eiríksson var í vörn Stabæk en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahóp Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×