Kvikmyndin Eldfjall keppir í Cannes 19. apríl 2011 13:07 Eldfjall var tekin upp á Íslandi síðastliðið haust. Theodór Júlíusson leikur aðalhlutverkið, Hannes, 67 ára gamlan mann sem þarf að takast á við val fortíðarinnar og erfiðleika nútímans til að eiga möguleika á framtíð. Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. Kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram dagana 11. til 22. maí og er þetta í annað skiptið sem íslensk mynd er valin í flokkinn Directors Fortnight. Atómstöðin í leikstjórn Þorsteins Jónssonar keppti árið 1984. Eldfjall keppir einnig um hin virtu Camera d´Or verðlaun en þau eru veitt fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. Eldfjall var tekin upp á Íslandi síðastliðið haust. Hún fjallar um Hannes, 67 ára gamlan mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverk fara Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Rúnar Rúnarsson leikstjóri útskrifaðist frá Danska Kvikmyndaskólanum árið 2009. Stuttmyndir hans Smáfuglar, Anna og Síðasti bærinn hafa farið sigurför um heiminn og unnið um eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. Anna keppti í flokki stuttmynda í Directors Fortnight árið 2009, Smáfuglar keppti um Gullpálmann í flokki stuttmynda árið 2008 og Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Kvikmyndin Eldfjall er íslensk/dönsk samframleiðsla Zik Zak Kvikmynda og Fine & Mellow í Danmerku. Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, New Danish Screen, Nordic Film & TV Fond með stuðningi frá Iðnaðarráðuneytinu. Myndin er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Skúla Fr. Malmquist og Egil Dennerline. Flokkurinn Directors Fortnight hóf göngu sína árið 1969 sem hliðarkeppni á kvikmyndahátiðinni í Cannes. Margir heimsþekktir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu skref í þeim flokki. Þar á meðal eru George Lucas, Martin Scorsese, Francis Ford Coppola, Spike Lee og Ang Lee. Myndir sem slegið hafa eftirminnilega í gegn í þessum flokki eru meðal annars Billy Elliot, The Blair Witch Project og The Virgin Suicides í leikstjórn Sofia Coppola. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Eldfjall, fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 13. maí. Eldfjall keppir bæði í flokknum Directors Fortnight og um Camera d´Or verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Eldfjalls hjá Zik Zak kvikmyndum. Kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram dagana 11. til 22. maí og er þetta í annað skiptið sem íslensk mynd er valin í flokkinn Directors Fortnight. Atómstöðin í leikstjórn Þorsteins Jónssonar keppti árið 1984. Eldfjall keppir einnig um hin virtu Camera d´Or verðlaun en þau eru veitt fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. Eldfjall var tekin upp á Íslandi síðastliðið haust. Hún fjallar um Hannes, 67 ára gamlan mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverk fara Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Rúnar Rúnarsson leikstjóri útskrifaðist frá Danska Kvikmyndaskólanum árið 2009. Stuttmyndir hans Smáfuglar, Anna og Síðasti bærinn hafa farið sigurför um heiminn og unnið um eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. Anna keppti í flokki stuttmynda í Directors Fortnight árið 2009, Smáfuglar keppti um Gullpálmann í flokki stuttmynda árið 2008 og Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Kvikmyndin Eldfjall er íslensk/dönsk samframleiðsla Zik Zak Kvikmynda og Fine & Mellow í Danmerku. Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, New Danish Screen, Nordic Film & TV Fond með stuðningi frá Iðnaðarráðuneytinu. Myndin er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Skúla Fr. Malmquist og Egil Dennerline. Flokkurinn Directors Fortnight hóf göngu sína árið 1969 sem hliðarkeppni á kvikmyndahátiðinni í Cannes. Margir heimsþekktir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu skref í þeim flokki. Þar á meðal eru George Lucas, Martin Scorsese, Francis Ford Coppola, Spike Lee og Ang Lee. Myndir sem slegið hafa eftirminnilega í gegn í þessum flokki eru meðal annars Billy Elliot, The Blair Witch Project og The Virgin Suicides í leikstjórn Sofia Coppola.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira