Laðast að sögum um konur í krísu 22. september 2011 09:00 Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona frumsýnir útskriftarstuttmynd sína, Útrás Reykjavík, á RIFF-hátíðinni. Fréttablaðið/Valli Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira