Stefna Ragnari fyrir að kalla sig „féfletta“ 21. desember 2011 09:45 Ragnar Önundarson Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson hafa stefnt viðskiptafræðingnum Ragnari Önundarsyni fyrir meiðyrði. Tvímenningarnir, sem eru meðal stærstu eigenda Haga, krefjast hvor um sig átta hundruð þúsund króna í miskabætur, auk greiðslu fyrir opinbera birtingu dómsins. Málið snýst um tvær greinar sem Ragnar skrifaði í Morgunblaðið, annars vegar í lok ágúst og hins vegar í lok september. Þar var fjallað um viðskipti tvímenninganna með Húsasmiðjuna og hlut í Högum og kallaði Ragnar mennina ítrekað „féfletta“, með þeim rökum að þeir hefðu stundað eignatilfærslur en ekki fjárfestingar og þannig hagnast óeðlilega á kostnað hluthafa. Það eru þau ummæli sem krafist er ómerkingar á. „Ég hef verið svolítið harðorður um þetta mál allt saman,“ segir Ragnar. Hann telji hins vegar óhjákvæmilegt að taka þessi mál til alvarlegrar umræðu og menn geti verið eins skýrmæltir um þau og þeir telji þurfa. „Ég álít þess vegna að mín ummæli séu að öllu leyti réttlætanleg og dreg ekki á nokkurn hátt í land með þau.“ Spurður hvort ekki hafi verið vel í lagt að kalla mennina „féfletta“ svarar Ragnar: „Fjárfestir er heiðursnafnbót, en þeir sem leggja stund á eignatilfærslur – skyndigróða af þessu tagi – þeir eiga ekki rétt á að nota það orð. Þeir þurfa annað fagheiti og mín uppástunga er sú að það orð verði notað um alla þá sem þetta stunda.“ - sh Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson hafa stefnt viðskiptafræðingnum Ragnari Önundarsyni fyrir meiðyrði. Tvímenningarnir, sem eru meðal stærstu eigenda Haga, krefjast hvor um sig átta hundruð þúsund króna í miskabætur, auk greiðslu fyrir opinbera birtingu dómsins. Málið snýst um tvær greinar sem Ragnar skrifaði í Morgunblaðið, annars vegar í lok ágúst og hins vegar í lok september. Þar var fjallað um viðskipti tvímenninganna með Húsasmiðjuna og hlut í Högum og kallaði Ragnar mennina ítrekað „féfletta“, með þeim rökum að þeir hefðu stundað eignatilfærslur en ekki fjárfestingar og þannig hagnast óeðlilega á kostnað hluthafa. Það eru þau ummæli sem krafist er ómerkingar á. „Ég hef verið svolítið harðorður um þetta mál allt saman,“ segir Ragnar. Hann telji hins vegar óhjákvæmilegt að taka þessi mál til alvarlegrar umræðu og menn geti verið eins skýrmæltir um þau og þeir telji þurfa. „Ég álít þess vegna að mín ummæli séu að öllu leyti réttlætanleg og dreg ekki á nokkurn hátt í land með þau.“ Spurður hvort ekki hafi verið vel í lagt að kalla mennina „féfletta“ svarar Ragnar: „Fjárfestir er heiðursnafnbót, en þeir sem leggja stund á eignatilfærslur – skyndigróða af þessu tagi – þeir eiga ekki rétt á að nota það orð. Þeir þurfa annað fagheiti og mín uppástunga er sú að það orð verði notað um alla þá sem þetta stunda.“ - sh
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira